Sunnudaginn 27. mars verður opið hús í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Hringbraut 121, frá kl. 14:00-17:00. Á opnu húsi verða sýnd verkefni eftir nemendur á námskeiðum við skólann—bæði börn, unglinga og fullorðna.
Kaffi, vöfflur og góð stemmning. Verið hjartanlega velkomin!