04.07.22
Myndlistarnámskeið fyrir börn á flótta

Í júní var haldið vikulangt myndlistarnámskeið fyrir börn sem eiga það öll sameiginlegt að hafa komið til Íslands frá Úkraínu vegna stríðsins sem þar nú geisar.

Kennarar voru Sólbjört Vera Ómarsdóttir og Tanya Korolenko. Námskeiðið heppnaðist með eindæmum vel og lauk með myndlistarsýningu fyrir aðstandendur.

Leikurinn verður endurtekin í ágúst en þá verður haldið námskeið fyrir börn frá öðrum svæðum þar sem annar kennarinn verður arabískumælandi.

Námskeiðin eru haldin með tilstyrk frá Samfélagssjóði Landsbankans. Skólinn hlaut styrkinn árið 2019 en ekki hefur gefist tækifæri til að nýta styrkinn fyrr en núna í sumar vegna Covid.

Bornaflotta