15.07.22
Laus pláss á keramik- og textílbrautum fyrir haustönn

Hvað ætlar þú að gera í haust? Hefurðu á huga á myndlist, hönnun og listhandverki?

Enn eru nokkur laus pláss á keramik- og textílbrautum skólans. Tveggja ára nám með áherslu á aðferðir, tækni og tilraunir með miðilinn.

Námið getur nýst sem hluti af BA-prófi frá listaháskólum og menntastofnunum víðsvegar um heiminn. Námið hentar einnig nemendum sem hafa þegar lokið háskólanámi í myndlist eða hönnun og vilja dýpka fagþekkingu sína á efni og aðferðum á einu af þessum sviðum.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Skólinn hefst mánudaginn 22. ágúst. Umsækjendur geta sótt um rafrænt hér.