24.09.22
Jöfnunarstyrkur - Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.

Opnað var fyrir umsóknir jöfnunarstyrks þann 1. september s.l. Þeir nemendur sem áætla að stunda nám á báðum önnum námsársins eru hvattir til að sækja nú um báðar annir. Ef sótt er um eftir 15. október n.k. fá nemendur 15% skerðingu á styrknum.

Eingöngu er hægt að sækja um styrkinn með rafrænum skilríkjum a vef Menntasjóðs námsmanna eða island.is.


Myndlistaskolinn 68