13.12.22
Gjafabréf Myndlistaskólans í Reykjavík fara sérlega vel í jólapakkann

Gjafabréf Myndlistaskólans í Reykjavík fara sérlega vel í jólapakkann. Í boði er að láta gjafabréfið gilda í ákveðin námskeið eða velja upphæð sem hægt er að nota upp í alla þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Gjafabréfin eru til sölu á skrifstofu skólans, alla virka daga frá kl 13-17. Hvert og eitt eintak er númerað og stimplað.

Síðasti opnunardagur fyrir jól er miðvikudagurinn 21. desember.

Frekari upplýsingar í síma 551-1990, frá kl 13.00-17.00, eða í gegnum netfangið mir@mir.is.

Bla