27.09.22
Geðlestin kom í heimsókn

Geðlestin kom í heimsókn í dag, þriðjudaginn 27. október.

Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Markmiðið með Geðlestinni er að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar fyrir nemendum í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla.

Í lok viðburðarins tróð síðan rapparinn Emmsjé Gauti upp við mikinn fögnuð viðstaddra.

Við vekjum athygli á því að heimasíða Geðlestarinnar hefur að geyma ýmis verkfæri sem standa nemendum, kennurum, forráðamönnum og öðrum til boða. Miðað er að því að hvetja ungt fólk til geðræktar og að leita sér aðstoðar þegar að tekist er á við erfið verkefni í lífinu.

IMG 2674
IMG 2678
IMG 2683