19.10.22
Framhaldsnámskeið í leirrennslu hefst í lok október

Í lok október bjóðum við upp á námskeið í leirrennslu hugsað fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á rennslunni en vilja bæta færni sína og öðlast frekari skilning á ferlinu.


Þáttakendur námskeiðsins fá að kynnast heildstæðu ferli, allt frá rennslu til brennslu, meðhöndlun glerunga og endurnýtingu á leirnum. Kennari leggur verkefni fyrir í hverjum tíma til að hvetja þáttakendur í að fara nýjar leiðir og mælir með að notast sé við skissubók. Mikið er lagt uppúr því að þáttakendur fái tilfinningu fyrir leirnum sem efnivið og finni fyrir enn frekari framförum hjá sjálfum sér.

Námskeiðið hefst 31. október og stendur yfir í fjórar vikur. Kennt er tvisvar í viku á mánudags- og miðvikudagsmorgnum kl. 09.00-12.15.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

Copy of mir 16 03 21 51