31.05.22
Föstudaginn 27. maí útskrifuðust 92 nemendur við hátíðlega athöfn

Þann 27. maí síðastliðinn útskrifuðust 92 nemendur við hátíðlega athöfn í Grasagarðinum í Laugardalnum.

Fimmtán nemendur útskrifuðust með stúdentspróf af listnámsbraut, tuttugu og sjö luku eins árs fornámi og sex manns luku eins árs myndlistarnámi. Níu nemendur útskrifuðust af keramikbraut, tólf af listmálarabraut, þrettán af teiknibraut og tíu nemendur af textílbraut.

Útskriftarhátíðin fór fram utandyra í blíðviðri. Við athöfnina voru spilaðar upptökur af tónlist sem er öll samin og flutt af eftirfarandi nemendum úr hæfileikaríkum útskriftarhópnum: Anna Richter (nýstúdent), Finnur Kaldi Jökulsson (nýstúdent) og hljómsveit hennar Charliedwarf, Silja Rún Högnadóttir (fornám) og hljómsveitin Sucks to be you Nigel, Sturla Sigurðarson (málaralist) og hljómsveit hans Brött brekka, Kristný Eiríksdóttir (fornám) og Vaka Agnarsdóttir (fornám).

Starfsfólk og kennarar skólans óska öllum nemendum innilega til hamingju með áfangann.

Ljósmyndari var Laufey Elíasdóttir.

Utskrift