03.02.21
Viltu koma í heimsókn?

Hefur þú áhuga á að skoða skólann og kynna þér námsframboðið?

Móttaka heimsókna fer að jafnaði fram fyrir hádegi alla virka daga á meðan á kennslu stendur. Í ljósi takmarkana vegna Covid-19 er ekki hægt að taka á móti fleiri en fjórum í einu.

Hægt er að senda fyrirspurnir um skoðunarferðir á skolastjori@mir.is. Nauðsynlegt er að skipuleggja heimsóknir með góðum fyrirvara.

Myndlistaskolinn 54