28.05.21
Útskriftarathöfn í dag kl 15.00

Útskriftarathöfn Myndlistaskólans í Reykjavík fer fram í Grasagarðinum í Laugardalnum kl 15.00 í dag.

Fyrir akandi þá er tilvalið að fara Engjaveginn og leggja bílnum á planinu hjá Skautahöllinni og Húsdýragarðinum og ganga svo til hægri þegar komið er framhjá vatnsskúlptúr Rúríar, Fyssu. Mætum klædd eftir veðri og eigum saman hátíðlega og fallega stund.

Upprunalega stóð til að halda athöfnina í Klambratúni en vegna veðurs hefur verið ákveðið að færa hana yfir í Grasagarðinn sem er mun skjólsælli staður. Tölvupóstur þessa efnis hefur verið sendur á alla útskriftarnemendur.


Screen Shot 2021 05 28 At 12 04 14