31.08.21
Skráðu þig á námskeið í haust

Skráning á námskeið er hafin þessa önnina fyrir börn, unglinga og fullorðna. Framboðið er fjölbreytt en áhugasömum er bent á að skrá sig tímanlega þar sem námskeiðin geta verið fljót að fyllast.

Tekin hefur verið upp sú nýjung að boðið er upp á fjölda sex vikna námskeiða í teikningu, leirrennslu, litaskynjun og vatnslitun fyrir fullorðna. Einnig verður lögð meiri áhersla á framboð örnámskeiða og styttri viðburða sem kynntir verða sérstaklega hverju sinni.

Hér er hægt að skoða námskeið sem opin eru fyrir skráningu. Viðfangsefnin eru ólík og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Img 8235