14.05.21
Skráning hafin í sumarnám

Í sumar býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnám með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Námið hentar vel fyrir nemendur framhaldsskóla, nýútskrifaða nemendur úr grunnskólum eða einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang. Námið er góður undirbúningur fyrir frekara nám í listum, handverki og hönnun.

Námið er skilgreint á framhaldsskólastigi og er hver áfangi 8 einingar. Kennslutímabilið er frá 11. júní til 9. júlí eða í fjórar vikur. Skráningargjald er 3.000.- krónur og greiðist við innritun.

Grunnþættir myndlistar og hönnunar

Teikning, módelteikning, hugmyndavinna, form- og litafræði. Fjölbreytt verkefni sem miða að tæknilegri þjálfun og ýta undir frumleika og persónuleg vinnubrögð.

Skráning hér.

Keramik

Hugmyndavinna, teikning, handmótun, rennsla, þurrkun, glerjun, brennsla. Lykilþættir námsins eru frjó hugmynda- og skissuvinna, tæknileg þjálfun og persónuleg nálgun.

Skráning hér.

Þrykk og mynsturgerð

Textílþrykk, mynsturgerð, teikning og hugmyndavinna. Góð blanda af listrænni vinnu, tæknilegri þekkingu og þjálfun í að þrykkja mynstur á ýmis efni með mismunandi litum og aðferðum.

Skráning hér.

Listmálun

Hugmyndavinna, undirvinna flatar, eiginleikar ólíkra grunnefna og lérefts, lita- og efnablöndun, notkun akrýl- og vatnslita. Lykilþættir námskeiðsins eru tæknileg þjálfun, hugmyndavinna og persónuleg nálgun.

Skráning hér.

Teikning og grafík

Teikning, notkun mismunandi áhalda og hugmyndaskráning, risoprent. Lögð er rík áhersla á tæknilega þjálfun, leikgleði, tilraunastarfsemi og persónulega tjáningu.

Skráning hér.

Screen Shot 2021 05 12 At 18 45 57