27.04.21
Rafræn skráning á sumarnámskeið barna hefst miðvikudaginn 28. apríl kl 11

Rafræn skráning á sumarnámskeið í júní fyrir börn og unglinga hefst miðvikudaginn 28. apríl kl. 11.

Námskeiðin verða kennd í Myndlistaskólanum í Reykjavík að Hringbraut 121 en einnig verða námskeið í útibúi skólans á Korpúlfsstöðum.

Námskeiðin eru vikulöng og eru kennd fyrir eða eftir hádegi eða frá kl. 9-12 og 13-16.

Kennt verður vikurnar 14.-18. júní, 21.-25. júní og 28. júní - 2. júlí.

Skráning fer fram hér.

Einnig verða haldin námskeið fyrir börn og unglinga í ágúst sem auglýst verða síðar.


10 12 Ára Sumar Og Sól