03.02.21
Þórunn María Jónsdóttir tekur við starfi skólastjóra í afleysingum

Þórunn María Jónsdóttir hefur tekið við starfi skólastjóra Myndlistaskólans í Reykjavík í afleysingum næstu tvo mánuði. Hún verður í hálfu starfi á móti Áslaugu Thorlacius skólastjóra sem dvelur erlendis þennan tíma.

Þórunn lærði fatahönnun og sníðagerð í Esmod – Guerre Lavigne í París og síðar leikmynda- og búningahönnun við konunglegu listaakademíuna í Antwerpen. Hún hefur starfað sem búninga- og/eða sviðsmyndahönnuður hér á landi undanfarin tuttugu ár. Hún er jafnframt með meistaragráðu í listkennslu frá LHÍ og er stundakennari við Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ ásamt því að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Fleiri starfsmannabreytingar hafa verið í janúar en Helga Björk Ottósdóttir sem eitt sinn starfaði sem áfangastjóri skólans hefur tekið við deildarstjórn námskeiða af Önnu Cynthiu Leplar sem heldur áfram í starfi sínu sem deildarstjóri teiknibrautar.

Thorunn 2