Myndlistaskólinn í Reykjavík verður með opið stafrænt hús í streymi föstudaginn 19. febrúar í tilefni af kynningardögum Samtaka sjálfstæðra listaskóla.
Hægt verður að fylgjast með streymi frá heimsókn í skólann. Kíkt verður inn í allar deildir til að fá innsýn í dæmigerðan skóladag hjá nemendum.
Einnig verður hægt að spyrja spurninga og senda inn fyrirspurnir í story á Instagram síðu skólans. Nemendur úr ýmsum deildum og á ólíkum námsstigum munu sitja fyrir svörum.
Tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér námsframboð skólans en samdægurs verður opnað fyrir umsóknir um nám á ýmsum brautum í dagsskóla
Streymið mun fara fram hér. Ekki missa af þessu.