05.10.21
Fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna hefjast í október á Korpúlfsstöðum

Myndlistaskólinn hefur um árabil rekið útibú í myndlistarmiðstöðinni á Korpúlfsstöðum og haldið þar fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna. Skólinn var að leita að öðru húsnæði á svæðinu þar sem til stóð að taka kennslustofuna undir aðra starfsemi. Af því varð þó ekki og nú eru komin aftur á dagskrá ýmis námskeið fyrir börn og fullorðna sem hægt er að skoða hér. Vegna þessara óvæntu vendinga í húsnæðismálum varð seinkun og námskeiðin hefjast því flest eftir miðjan október.

Hugmyndir eru um að fjölga styttri námskeiðum fyrir fullorðna og jafnframt að auka fjölbreytnina í viðfangsefni námskeiða fyrir börn á Korpúlfsstöðum. Nú stendur til að mynda yfir skráning á tíu vikna námskeið í myndlist fyrir 6-9 ára börn, Manga teikningu fyrir 10-12 ára börn og tölvuteikningu fyrir 13-16 ára unglinga ásamt sex vikna námskeiðum í bæði vatnslitun og leirmótun fyrir fullorðna nemendur.

Myndlistaskolinn 148