21.04.21
Barnanámskeið falla niður út þessa viku

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hefur sent frá sér tilmæli þess efnis að ekki skuli blanda börnum og unglingum milli skóla út þessa viku vegna Covid. Í ljósi þess falla kennslustundir á námskeiðum skólans niður í dag (miðvikudag), á föstudag og laugardag. Á sumardeginum fyrsta er einnig frí á öllum barnanámskeiðum eins og til stóð.

Tölvupóstur þessa efnis hefur verið sendur á alla nemendur á barnanámskeiðum á miðvikudögum, föstudögum og laugardögum.

Hvað svo gerist í næstu viku er enn óljóst en sendar verða út nánari upplýsingar þegar þær berast.

Elín Helena 4 5 Ára Laugardagar 3