26.02.21
Aflétting hafta

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tók gildi miðvikudaginn 24. febrúar og felur í sér ákveðna afléttingu hafta vegna sóttvarna. Tölvupóstur þess efnis var sendur á alla nemendur í dagskóla, á námskeiðum og á foreldra/forráðamenn nemenda í barnadeild.

Grímunotkun er ekki lengur skylda nema þegar ekki er hægt að hafa a.m.k. eins metra bil á milli manna og fleiri mega koma saman í einu rými. Myndlistaskólinn í Reykjavík fer því fram á áframhaldandi grímunotkun innan skólans þar sem nám og kennsla í myndlist kallar oft á meiri nánd en nemur þessum eina metra.

Börn á grunnskólaaldri eru sem fyrr undanþegin nálægðartakmörkunum og grímuskyldu en forráðamenn þeirra eru nú velkomnir í húsið á ný.

Nánari útlistun á breyttum sóttvarnareglum í dagskóla má finna hér.

Breyttar sóttvarnareglur í námskeiðaskóla og barnadeild er hægt að kynna sér hér.

Covid