05.06.20
Útskrift 2020

Útskriftarhátíð skólans fór fram föstudaginn 29. maí í hvassviðri og nokkurri rigningu á Klambratúni. Þá útskrifuðust 8 nemendur af myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun sem áður hafa lokið starfsbraut framhaldsskólans en það er fyrsti hópurinn sem lýkur þeirri braut. 16 nemendur luku námi á listnámsbraut, þar af 13 með stúdentsprófi, 25 nemendur luku fornámi, 8 luku keramikbraut, 10 listmálarabraut, 13 teiknibraut og 6 nemendur luku textílbraut.

Stúdentar 2020