03.11.20
Unglist listahátíð ungs fólks

Þrátt fyrir COVID -19 og núverandi samfélagsaðstæður þá heldur Unglist listahátíð ungs fólks sínu striki en þó með breyttu sniði. Í ár mun hún fara fram rafrænt og hægt er að fylgjast með henni heima í stofu.

Hér má nálgast tengla á hina ýmsu viðburði sem verða á boðstólnum frá 7.nóvember.

Á Unglist í ár verður m.a. leikið betur, dansað, hannað, tjúttað og spilað í boði ungs fólks og aldrei mikilvægara en nú fyrir ungt fólk að fá tíma og rými til að skapa og skemmta sér. Veitum unga fólki okkar athygli og komum vinnu þeirra og listsköpun á framfæri.

04 Be496 F Dbe7 430 C Bafe 83 Cde03515 E4