11.09.20
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk hjá LÍN

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna haustannar 2020 er til 15.október næstkomandi.

Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli á heimasíðu LÍN eða á island.is.

Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.

Einnig hefur umsóknarfrestur um námslán verið framlengdur til 15. september.


Sjonlist Mir 14