11.08.20
Til nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík skólaárið 2020-21

Til nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík skólaárið 2020-21

Kæru nemendur,

Samkvæmt áætlun verður skólinn settur þriðjudaginn 18. ágúst n.k. Vegna gildandi nálgunartakmarkana verðið þið ekki boðuð til hefðbundins setningarfundar heldur mun skólastjóri ávarpa ykkur í tölvupósti sem sendur verður út þennan dag.

Við erum önnum kafin við að raða stólum og borðum miðað við tilskilið bil en markmið okkar er að námið fari sem mest fram á staðnum. Til að byrja með er þó líklegt að einhverjir bóklegir áfangar verði allavega að hluta til kenndir yfir netið.

Við öll – stjórnendur og starfsfólk, kennarar og nemendur – berum sameiginlega ábyrgð á því að skólastarfið gangi vel við mun þrengri skilyrði en við eigum að venjast. Þá er grundvallaratriði að við séum öll með sömu upplýsingar. Ég bið ykkur því vinsamlega að fylgjast vel með pósthólfinu og lesa allan póst sem berst frá skólanum til enda. Stjórnendur einstakra námsbrauta munu á næstu dögum verða í sambandi við ykkur til að kynna nánara skipulag skólastarfsins.

Við hlökkum til samstarfsins við ykkur á komandi vetri.

Með bestu kveðjum,

Áslaug Thorlacius, skólameistari

Jl Húsið Pollur Mb 2