13.02.20
Teiknað fyrir Sol LeWitt

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir undirbúningur á opnun yfirlitssýningar á verkum bandaríska hugmyndalistamannsins Sol LeWitt í Listasafni Reykjavíkur.

Nokkrir nemendur af Listnámsbraut hafa komið að uppsetningunni þar sem þeir hafa unnið hörðum höndum að gerð kunnra veggteikninga listamannsins. Þátttaka þeirra er hluti af samstarfsverkefni MÍR og LR þar sem nemendur Listnámsbrautar hafa komist í snertingu við lifandi fagvettvang alþjóðlegrar samtímalistar.

Sýningin sem spannar þrjátíu ára feril Sol LeWitts opnar í Hafnarhúsinu, í kvöld, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20.00. Nánari upplýsingar má finna hér.

Sol3