28.05.20
Sumarnám 2020

Í sumar býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Hvert námskeið er 10 einingar á framhaldsskólastigi. Kennslutímabilið er frá 22. júní til 31. júlí eða í sex vikur. Kennt er alla virka daga frá kl 09.00-13.30.

Skráningargjald er 3.000.- krónur og greiðist við innritun.

Námskeiðin henta vel fyrir nemendur úr framhaldsskólum, nýútskrifaða nemendur úr grunnskólum eða einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang. Góður undirbúningur fyrir frekara nám í listum, handverki og hönnun.

Grunnþættir í myndlist og hönnun

Teikning, módelteikning, hugmyndavinna, form- og litafræði, stafræn ljósmyndun og myndvinnsla. Fjölbreytt verkefni sem miða að tæknilegri þjálfun og ýta undir frumleika og persónuleg vinnubrögð

Skráning hér.

Grunnþættir í keramiki

Hugmyndavinna, handmótun, rennsla, þurrkun, glerjun og brennsla. Lykilþættir námskeiðsins eru frjó hugmynda- og skissuvinna, tæknileg þjálfun og persónuleg nálgun

Skráning hér.

Grunnþættir í textíl

Ullarvinnsla, spuni, jurtatínsla, jurtalitun, handprjón og hekl. Góð blanda af tæknilegri þekkingu og þjálfun í að vinna á listrænan og persónulegan hátt með band.

Skráning hér.


Sjonlist Mir 17