10.12.20
Skráning hafin á vornámskeið

Nú er hafin skráning á vornámskeið.

Á vorönn verða í boði fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna sem standa yfir í allt að 12 vikur.

Námskeiðin hefjast flest í febrúar og standa fram í maí að þessu sinni.

Við hvetjum fólk til þess að skrá sig sem fyrst svo það lendi ekki í því að komast ekki á valið námskeið. Hægt er að skoða úrvalið og skrá sig hér.

Við minnum einnig á gjafabréfin okkar sem eru tilvalin í jólapakkann.

Hægt er að láta gjafabréf gilda í ákveðin námskeið eða velja upphæð upp í alla þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Gjafabréfin eru til sölu á skrifstofu skólans, alla virka daga frá kl 13.00-17.00, nema á föstudögum en þá er opið til kl 16.00. Síðasti opnunardagur fyrir jól er föstudagurinn 19. desember.

Myndlistaskolinn 158