Í ljósi óvissuástands vegna Covid-19 verður námskeiðsgjöldum haustannar í námskeiðsskóla og barnadeild skipt í þrennt:
1) September
2) Október
3) Nóvember og desember
Sendir verða út greiðsluseðlar með eindaga í byrjun hvers tímabils.
Ef upp kemur sú staða að skólanum verði gert að loka húsum sínum og gera hlé á starfsemi sinni fást námskeiðsgjöld hafins tímabils ekki endurgreidd. Nemendum sem greiða með korti er bent á að hafa samband við skrifstofu, í tölvupósti á mir@mir.is eða í síma 551-1990 ef til lokunar kemur.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við skrifstofu.