07.05.20
Rafrænt inntökupróf

Vegna þeirra fjöldatakmarkana og nálgunarviðmiðana sem nú eru í gildi vegna farsóttar, hefur verið ákveðið að inntökupróf fyrir listnámsbraut og fornám fari fram rafrænt þann 26. maí næstkomandi.

Þeir umsækjendur sem boðaðir verða til inntökuprófs munu fá sendar frekari upplýsingar um þau efni og verkfæri sem þeir þurfa á að halda ásamt þeim verkefnum sem þeim ber að framkvæma, skrásetja og senda aftur til baka innan tiltekinna tímamarka.

Verkefnin sem umsækjendur þurfa að framfylgja eru fjögur:

I. Útsýnismynd / Fjarvíddar og rýmisskilningur.

II. Uppstilling / Teikning og litameðferð.

III. Kveikja / Hugmyndavinna.

IV. Áhugasviðskönnun / Málfar og tjáning.


Sjonlist Mir 10