Við höfum nú opnað fyrir umsóknir í vinnustofuna fyrir þessa haustönn.
Vinnustofan er annars vegar hugsuð sem sjálfstæð vinna undir handleiðslu kennara fyrir hóp sem á það sammerkt að hafa fengist töluvert við listiðkun og jafnvel mótað persónulegan stíl. Hins vegar er boðið uppá kennslu í tækni, efni og aðferðum fyrir nýja nemendur.
Vinnustofan er því sérsniðin að þörfum hvers og eins og um leið hvatning til þess að þátttakendur haldi listiðkun sinni áfram og víkki áhugasvið sitt og færni í myndlist.
Kennt verður í 13 vikur frá 7. september næstkomandi, á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Þátttakendur geta sótt um að vera einu sinni í viku, tvisvar í viku eða alla dagana.
Hægt er að sækja um hér.