Við minnum á að opnað verður fyrir rafræna skráningu á haustnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík á morgun, mánudaginn 13. júlí kl 09.00.
Í haust verða í boði fjölbreytt námskeið fyrir bæði börn og fullorðna sem standa yfir í 13 vikur. Námskeiðin hefjast öll í byrjun september.
Skrifstofan er lokuð til föstudagsins 7. ágúst.
Skráning fer því einungis fram hér á vefsíðu skólans.