10.01.20
Ness Wood og Maisie Paradise Shearring halda örnámskeið í hönnun og myndlýsingum

Hönnuðurinn Ness Wood og mynd- og textahöfundurinn Maisie Paradise Shearring eru komnar til landsins til þess að kenna í teiknideildinni hér í Myndlistaskólanum í Reykjavík núna í janúar.

Þá munu þær einnig halda örnámskeið í hönnun og myndlýsingum á morgun kl 10.30. Fullbókað er nú á námskeiðið sem opið var öllum áhugasömum um skapandi uppsetningu í hönnun. Nánar um örnámskeiðið hér.

Maise Paradise Shearring er margverðlaunaður alþjóðlegur myndhöfundur sem kennir barnabókamyndlýsingar við MA deildina í Cambridge School of Art. Árið 2015 hlaut hún Bologna International Illustrators Award fyrir myndir í Susan‘s School Days. Árið 2017 var bók hennar The Happy Prince eftir Oscar Wilde tilnefnd á Bratislava Biennial of Illustration.

Ness Wood hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín, m.a. vann hún British Design and Production Awards í Graphic Novel Category árið 2018 fyrir bókina Thornhill. Ness hefur einnig unnið fyrir mörg af þekktustu forlögum heims ásamt því að sinna kennslu m.a. við University of Central Lancashire, Goldsmiths, University of London og University of Brighton.


Img 7847 1