23.06.20
Keramikbraut sýnir verkefnið Lyst á breytingum á Hönnunarmars

Nemendur á keramikbraut sýna verkefnið Lyst á breytingum á Hönnunarmars í ár.

Skyr, saltfiskur, krydd, kjöt, ís og hunang er á meðal þess sem sjónum er beint að við hönnun og framleiðslu á vörum úr postulíni þar sem útgangspunkturinn er fæða og sjálfbærni.

Opnun sýningarinnar verður miðvikudaginn 24. júní og stendur sýningin yfir í 4 daga. Hægt verður að fylgjast með vinnuferli við postulínssteypu meðan á sýningunni stendur.

Nemendur: Aldís Yngvadóttir, Antonía Bergþórsdóttir, Árni Valur Axfjörð, Brynja Davíðsdóttir, Haraldur Björn Sverrisson, Hulda Katarína Sveinsdóttir, Isabel Anne Fisk Baruque, Marie Klith Harðardóttir, Melkorka Matthíasdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Svanbjörg Helena Jónsdóttir og Valdís Ólafsdóttir.

Kennarar: Brynhildur Pálsdóttir, Kristín María Sigþórsdóttir og Sigurlína Osuala.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Hópmynd Verk Jpeg Small 600 Px