30.06.20
Laus pláss í keramik og textíl

Hvað ætlar þú að gera í haust? Hefurðu á huga á myndlist, hönnun og listhandverki?

Enn eru nokkur laus pláss á keramik- og textílbrautum Myndlistaskólans í Reykjavík. Tveggja ára nám með áherslu á aðferðir og tækni, fræðilega fagþekkingu, hugmyndavinnu og tilraunir með miðilinn. Námið er lánshæft hjá LÍN.

Skólinn hefst þriðjudaginn 18. ágúst 2020.

Áhugasömum er bent á að senda fyrirspurnir á skolastjori@mir.is.

Umsækjendur geta sótt um rafrænt hér.

Vegna þess að skólinn er lokaður vegna sumarfría eru umsækjendur jafnt framt beðnir um að láta vita af umsókn sinni með því að senda tölvupóst á skolastjori@mir.is.

Img 9732