Nú er haustönnin hafin og síðustu forvöð að skrá sig á námskeið.
Enn eru örfá laus pláss og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig sem fyrst.
Til að mynda eru laus pláss í Teikningu 1 fyrir fullorðna á Korpúlfsstöðum sem hægt er að kynna sér nánar hér. Kennari er Elva Hreiðarsdóttir en námskeiðið hefst í næstu viku, miðvikudaginn 16. september.
Þá eru nokkur laus pláss á barnanámskeiðum á Korpúlfsstöðum sem einnig fara af stað í næstu viku. Nánar hér.