Forvalslistar dómnefndar Íslensku myndlistarverðlaunanna voru kynntir í gærkvöldi. Fjórir myndlistarmenn eru í forvali til myndlistarmanns ársins og þrír eru á lista hvatningarverðlauna ársins.
Meðal þessara 7 listamanna eru þrír kennarar við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Guðjón Ketilsson og Hildigunnur Birgisdóttir eru bæði tilnefnd sem myndlistamenn ársins. Guðjón hlýtur tilnefningu fyrir sýninguna Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar og Hildigunnur er tilnefnd fyrir sýninguna Universal Sugar í Listasafni ASÍ.
Guðjón og Hildigunnur hafa bæði kennt lengi við Myndlistaskólann í Reykjavík, bæði í dagskóla og á námskeiðum. Sigurður Ámundason er einnig nýr kennari við skólann en hann hlýtur tilnefningu til hvatningarverðlauna ársins, meðal annars fyrir sýninguna Endur-endurreisn í gallerí Kling og Bang.
Við í Myndlistaskólanum óskum öllum tilnefndum myndlistamönnum innilega til hamingju með vel verðskuldaðan árangur.
Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 19. febrúar.
Sjá nánar hér.