31.01.20
Hádegisfyrirlestur: Jonathan Keep fjallar um leirþrívíddarprentun

Leirlistamaðurinn Jonathan Keep fjallar um leirþrívíddarprentun á opnum hádegisfyrirlestri í dag í módelsalnum.

Jonathan Keep starfar í Bretlandi sem listamaður og frumkvöðull í leirþrívíddarprentun. Hann er þekkur fyrir að hafa þróað leirþrívíddarprentara fyrir opinn hugbúnað sem er öllum aðgengilegur á netinu.

Keep hefur haldið fjölmörg námskeið um þessa tækni útum allan heim. Síðustu tvær vikur hefur hann verið gestakennari við keramikbraut skólans og að loknum fyrirlestrinum gefst gestum tækifæri til að skoða pop-up sýningu nemenda en þar verða sýnd verk sem eru í vinnslu á námskeiðinu. Sýningin er í keramikdeildinni og stendur frá kl. 12-15.

Dvjöl Jonathan Keep á Íslandi er styrkt af Erasmus +.

Ice 10