21.02.20
Guðjón Ketilsson er myndlistarmaður ársins

Við erum stolt af okkar frábæra kennaraliði en Guðjón Ketilsson hlaut í gærkvöldi titilinn Myndlistamaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum fyrir sýninguna Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar.

Myndin hér til hliðar er tekin í morgun þar sem Guðjón kennir með Elsu Dórótheu Gísladóttur og Eygló Harðardóttur, sem var myndlistamaður ársins 2019.

Hildigunnur Birgisdóttir kennari við skólann hlaut einnig tilnefningu til verðlaunanna í ár fyrir sýninguna Universal Sugar í Listasafni ASÍ.

Sigurður Ámundason er nýr kennari við skólann en hann hlaut tilnefningu til hvatningarverðlauna ársins, meðal annars fyrir sýninguna Endur-endurreisn í gallerí Kling og Bang.

Við í Myndlistaskólanum óskum Guðjóni og einnig tilnefndum innilega til hamingju með vel verðskuldaðan árangur.Img 4707 1