Haraldur Pétursson, fyrrum nemandi teiknibrautar hlaut í vikunni verðlaunin RTS (Royal Television Society) Yorkshire Student Television Award í flokki hreyfimynda, fyrir stuttmyndina Not Alone ásamt tveimur samnemendum sínum.
Haraldur Pétursson útskrifaðist af teiknibraut hér í Myndlistaskólanum árið 2016 og hélt í framhaldi af því til B.A. náms við Leeds Arts University í hreyfimyndagerð.
Not Alone hefur hlotið mikla velgengni og verið valin til sýningar á nokkrum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á borð við Underwire Festival og Beirut International Awards Festival. Einnig var stuttmyndin nýlega tilnefnd Best Character Based Short á LA Animation Festival í Los Angeles.
Myndlistaskólinn í Reykjavík óskar Haraldi til hamingju með vel verðskulduð verðlaun.
Hægt er að sjá myndina Not Alone með því að smella hér.