05.10.20
Einnar viku hlé á námskeiðum fyrir fullorðna vegna hertra sóttvarnaráðstafana

English below.

Í ljósi hertra sóttvarnaráðstafana verður gert einnar viku hlé á námskeiðum fyrir fullorðna frá og með mánudeginum 5. október. Tölvupóstur þess efnis hefur verið sendur á alla nemendur í námskeiðsskóla.

Fólk er hvatt til að forðast öll mannamót að óþörfu og þar sem námskeiðin eru ekki hluti af samfelldu námi er brugðist við tilmælum yfirvalda með þessum hætti.

Mögulega þarf að framlengja hléið um aðra viku en það kemur í ljós. Sendur verður út tölvupóstur þegar það liggur fyrir.

Námskeiðin munu af þessum sökum standa sem því nemur lengur fram í desember.

.

.

Due to stricter Covid-19 rules the adult´s courses are postponed for at least a week. Further information will be sent to all students on either side of next weekend.

Vinnustofa