Við vekjum athygli á því að vegna bilunar í umsóknarvef Innu geta umsækjendur átt í erfiðleikum með að hlaða upp skjölum með umsóknum sínum um nám í dagskóla.
Hvorki er hægt að hlaða upp ljósmynd af umsækjanda, prófskírteinum eða möppu.
Þar sem umsóknarfrestur er að renna út á mánudag bjóðum við upp á það að einnig er hægt að senda umbeðin viðhengi merkt með nafni umsækjanda í tölvupósti á umsjónarmann viðkomandi brautar.
Netföngin eru eftirfarandi:
Keramikbraut: keramik@mir.is
Listmálarabraut: malaralist@mir.is
Teiknibraut: teikning@mir.is
Textílbraut: textill@mir.is
Myndlistarbraut: mir@mir.is
Ef umsækjendur velja þennan kost, að senda umbeðin viðhengi í tölvupósti, þá er samt mikilvægt að ljúka umsókn á umsóknarvefnum og senda hana þar inn án viðhengja.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur.
Advania vinnur að viðgerð.