30.01.20
Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin

Fyrrum nemandi teiknideildar, Bergrún Íris Sævarsdóttir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir bók sína Langelstur að eilífu, sem hún bæði skrifaði og myndskreytti ásamt því að hanna kápuna.

Bergrún lauk diplomanámi í teikningu vorið 2012. Hún hefur myndskreytt fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin við hátíðlega tilhöfn á Bessastöðum síðastliðið þriðjudagskvöld.

Myndlistaskólinn í Reykjavík óskar Bergrúnu innilega til hamingju með verðlaunin.

Hægt er að kynna sér verk Bergrúnar á vefsíðunni bergruniris.com.

Bla