Þann 23. maí síðastliðinn útskrifuðust 46 nemendur úr Myndlistaskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn að Kjarvalsstöðum.
Þrettán nemendur útskrifuðust með stúdentspróf af listnámsbraut, þrjátíu luku eins árs fornám og þrír nemendur útskrifuðust af tveggja ára keramikbraut.
Við óskum öllum nemendum til lukku með áfangann og bjartrar framtíðar.