16.05.19
Starf laust til umsóknar: Áfanga- og markaðsstjóri

Myndlistaskólinn í Reykjavík auglýsir starf áfanga- og markaðsstjóra laust til umsóknar. Áfanga- og markaðsstjóri heldur utan um skráningar og námsferla nemenda í námsumsjónarkerfinu inna.is, sér um vefsíðu, samfélagsmiðla og annað kynningarefni skólans og hefur samskipti við fjölmiðla og aðra auglýsendur.

Við leitum að einstaklingi með menntun í myndlist eða hönnun, góða almenna tölvukunnáttu, hagnýta þekkingu á samfélagsmiðlum, gott vald á íslensku og ensku og áhuga á markaðsmálum. Jákvæðni og samstarfslipurð, skipulagshæfileikar og nákvæmni eru nauðsynlegir kostir. Um fullt starf er að ræða og er það laust frá og með miðjum ágúst.

Umsóknum skal fylgja yfirlit yfir starfsferil ásamt greinargerð þar sem forsendur umsóknar og framtíðarsýn umsækjanda koma fram. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans eða á netfangið umsoknir@mir.is fyrir kl. 16:00 föstudaginn 31. maí.

Upplýsingar veitir Áslaug Thorlacius, skolastjori@mir.is.

Mir Logo Is En