16.04.19
Sýning á verkum leik- og grunnskólabarna

Opnuð var sýning á verkum 4. bekkinga í Húsaskóla og elstu nemenda á leikskólunum Geislabaug og Suðurborg þann 10. apríl í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Verkin voru unnin í samstarfi Myndlistaskólans í Reykjavík og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og eru hluti af sýningunni Fuglar og skuggar á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur vorið 2019.

Myndirnar hanga áfram og hvetjum við alla til að fara og skoða sýninguna.

Fuglar Og Skuggar Sýning