26.04.19
Skráning er hafin á sumarnámskeið

Klukkan 10 í dag, 26. apríl, hófst skráning á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga.

Smelltu hér til þess að skoða námskeiðin. Til þess að sjá nánari upplýsingar og skráningu á námskeið þarf að ýta á námskeiðaheiti.

Námskeiðin verða kennd í Myndlistaskólanum í Reykjavík að Hringbraut 121 en einnig verða námskeið í útibúi skólans á Korpúlfsstöðum.

Námskeiðin eru vikulöng og eru kennd frá kl. 9-12 og 13-16.

Kennt verður vikurnar 11.-14. júní, 18.-21. júní og 24.-28. júní.

Sími skrifstofu opnar kl. 13 í dag en hægt er að ná inn fyrir hádegi í síma 412-3160 og 412-3161.

4 5 Ára 1