26.03.19
Þrykk- og litunaraðferðir með indigo - námskeið

Dagana 24.-26. maí verður þriggja daga námskeið þar sem nemendur læra nýjar aðferðir til þess að þrykkja og lita með indigo.

Indigó er oftast notað til að pottlita textíla í höndunum, en textíllistafólk getur notað það á fleiri vegu. Á þessu þriggja daga námskeiði fá nemendur tækifæri til að búa til lífrænt indigo-bað, þrykkja hjúpþrykk og síðan lita efnin með indigo, nota indigo í beint þrykk á plöntutrefjaefni og þrykkja ætingu á indigolitað efni. Einnig verða efni jurtalituð til að auka litavalið.

Best er að nota litla þrykkramma, stimpla og stensla og vinna á plöntutrefjaefni (t.d. bómull, hör).

Kennt verður föstudaginn 24. maí kl. 14-18, laugardaginn 25. maí og sunnudaginn 26. maí kl. 10-16.

Skráning stendur yfir.

Indigo Print