13.06.19
Opnun keramiksýningarinnar Mid-Atlantic i dag,13. júní, í Norræna húsinu

Í dag kl. 18 verður opnun á sýningu í Norræna húsinu þar sem afrakstur vinnustofunar verður sýndur.

Sýningin verður aðeins í tvo daga svo um að gera að gera sér ferð Norræna húsið í kvöld eða á morgun.

Hér má sjá viðtal við Sigurlínu Margréti Osuala, deildarstjóra keramikdeildar og alþjóðafulltrúa Myndlistaskólans, um verkefnið í Fréttablaðinu.

Hér má sjá viðburð sýningarinnar á Facebook.

Opnunin byrjar kl. 18 í dag og verkefnastjórar vinnustofunnar ávarpa gesti kl. 18:15, þátttakendur munu svo ræða verk sín og vinnu frá kl. 18:30 - 19:15 . Sýningin er opin til kl. 21 í dag og frá kl. 10 - 14 á morgun, föstudaginn 14. júní.

Mid Atlantic