01.02.19
Opið hús 21. og 22. febrúar

Dagana 21. og 22. febrúar verður opið hús hjá okkur frá kl. 10-17 og er það partur af kynningardögum Samtaka sjálfstæðra listaskóla.

Hvetjum alla áhugasama um nám í skólanum til þess að koma við og kynna sér námsleiðir skólans. Deildarstjórar, kennarar og nemendur verða við störf svo hægt er að fá alls kyns upplýsingar sem við kemur náminu.

Þann 21. febrúar verður einnig opnað fyrir umsóknir í dagskóla en umsóknarfrestur um nám á  listnámsbraut er til miðnættis 21. maí og í áfanganám á BA-stigi til miðnættis 31. maí. Hér er hægt að finna nánari upplýsingar um umsóknarferlið.

Banner 2019