14.05.19
Örnámskeið í módelteikningu 20.-23.maí

Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarkona, verður með 4 skipta módelteikningarnámskeið 20. - 23. maí.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á mismunandi efni, aðferðir og tækni við að teikna módel. Módeli verður stillt upp í mislangan tíma sem ræðst aðallega af efnisnotkuninni hverju sinni. Unnið verður með kolum, tússi og mismunandi tækni.

Stutt en þétt örnámskeið.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.

Námskeiðið er kennt frá mánudegi til fimmtudags frá klukkan 17:45-20:45.

Nánari upplýsingar ásamt skráningu má finna hér.

4 Daga Módelteikning