03.10.19
Námskeið í listsköpun í sýndarveruleika

Nýtt og spennandi námskeið, Listsköpun í sýndarveruleika, var að bætast við námskeiðslista Myndlistaskólans í október.

Um er að ræða nýjung í barna- og unglingstarfi skólans en námskeiðið er ætlað unglingum á aldrinum 13-16 ára.

Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga á og kenna grunnatriði í notkun sýndarveruleika forrita. Áhersla verður lögð á skapandi nálgun og að víkka sjóndeildarhringinn með notkun tæknimiðla sem verkfæri í listsköpun.

Námskeiðið er unnið í samstarfi við Hliðskjálf - VR lab sem er miðstöð fyrir alla sem vilja kynna sér tækifæri sýndarveruleika.

Kennarar eru Ninna Þórarinsdóttir myndskreytir og Hafdís Hreiðarsdóttir eigandi Hliðskjálfar.

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 16. október næstkomandi og er ívið styttra en hefðbundnu námskeiðin okkar. Kennt verður 4 miðvikudaga frá kl 17:15-19:00. Síðasti kennsludagur er mánudagurinn 6. nóvember.

Skráning stendur yfir hér.


Mynd Auglýsing