19.12.19
Myndlistaskólinn í Reykjavík fær styrk fyrir myndlistarnámskeiði hælisleitenda

Myndlistaskólinn í Reykjavík hlaut í vikunni styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans vegna myndlistarnámskeiðs fyrir hælisleitendur.

Námskeiðið er sniðið að hælisleitandi börnum og mæðrum þeirra. Markmiðið er að börnin geti sótt uppbyggilegt frístundarstarf og að styrkja félagsleg tengsl kvennanna.

Verkefnið er framhald af samstarfsverkefni undir Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins sem heitir Art EQUAL. Námskeiðið hefur verið áður haldið í Myndlistaskólanum. Kennari var Fríða María Harðardóttir og henni til aðstoðar var Nermine El Ansari.

Charlotta Ragnheiður Magnúsdóttir deildarstjóri barnadeildar tók á móti styrknum síðastliðinn þriðjudag fyrir hönd skólans við hátíðlega athöfn í Landsbankanum.Unnamed 1